Stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kl. 13:54:23 (3991)

2003-02-19 13:54:23# 128. lþ. 83.1 fundur 505. mál: #A stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 128. lþ.

[13:54]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég tek undir þær árnaðaróskir sem fram hafa komið í máli þingmanna til ráðherra fyrir þá ákvörðun sem tekin hefur verið um að setja á fót framhaldsskóla á Seltjarnarnesi. (Gripið fram í: Ekki Seltjarnarnesi.) (Gripið fram í: Snæfellsnesi.) Á Snæfellsnesi, fyrirgefið. Það er allnokkur munur á þessum tveimur nesjum, annað er lítið og lágt eins og menn muna en hitt er öllu tignarlegra og í allt öðru kjördæmi svo ekki sé á það minnst.

Það fer ekki á milli mála að uppbygging framhaldsmenntunar skiptir ákaflega miklu máli við styrkingu byggða og á það hefur verið bent, m.a. í byggðaáætlunum frá 1997 og síðar, að stjórnvöld eiga að beita sér mjög á þessu sviði.

Ég vil hins vegar láta koma fram að ég legg áherslu á að uppbygging framhaldsskóla á Nesinu verði ekki til þess að draga úr þrótti Fjölbrautaskólans á Akranesi og möguleikum hans í því að halda uppi námsbrautum sem eru á sérhæfðara sviði.