Embætti umboðsmanns neytenda

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kl. 15:03:38 (4023)

2003-02-19 15:03:38# 128. lþ. 83.6 fundur 532. mál: #A embætti umboðsmanns neytenda# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 128. lþ.

[15:03]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini Sigurðssyni fyrir að vekja máls á þessu málefni. Ég minni á að hv. varaþingmaður, Drífa Sigfúsdóttir, á Reykjanesi, flutti einmitt þáltill. í þessa veru á síðasta kjörtímabili. Mér finnst full ástæða til að skoða hvort ekki sé ástæða til að neytendur fái sérstakan umboðsmann. Það er líka áhyggjuefni hve Neytendasamtökin eru í raun veik á Íslandi og hve slök meðvitund neytenda er. Ég hef oft vakið máls á því að þar sem fákeppni ríkir, t.d. á markaði hér á Íslandi á matvörumarkaði og víðar, vil ég að verðmyndun vöru sjáist, hvað lendir í vasa hverra, þ.e. söluaðila, framleiðenda, ríkis og milliliða. Þetta tel ég mjög brýnt. Þetta væri létt og rétt að gera á tölvuöld. Ég fagna þessari fyrirpurn og tel að hún eigi fullan rétt á sér.