Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 14:17:02 (4077)

2003-02-26 14:17:02# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[14:17]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég saknaði náttúruverndarsjónarmiðanna úr ræðu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Hv. þm. hefur staðið í þessum stól og sagt: ,,Ég og minn flokkur styðjum Kárahnjúkavirkjun.`` Og á heimasíðu þingflokksformanns Samfylkingarinnar stendur: Samfylkingin er stóriðjuflokkur.

En hvar eru náttúruverndarsjónarmið hv. þm.? Í því sambandi langar mig til að spyrja hvort hv. þm. telur það vera viðunandi afleiðingar af þessum framkvæmdum sem hér er verið að fara í, að skerða eigi friðland á Kringilssárrana, af því að hv. þm. hefur tjáð sig í fjölmiðlum um það að nú skuli eiga að bakka með lón út úr friðlandinu í Þjórsárverum. Hvernig lítur hv. þm. á það að hér skuli eiga að eyðileggja og sökkva í tengslum við þessar framkvæmdir 1/4 hluta friðlandsins í Kringilsárrana?