Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 14:22:39 (4082)

2003-02-26 14:22:39# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[14:22]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hæstv. umhvrh. hafi hrapallega misskilið það sem hennar eigin starfsmenn skrifuðu í bréfi til efh.- og viðskn. Það kemur alveg skýrt fram þar að í ákvæðinu sem ... Herra forseti. Ég verð að leiðrétta sjálfan mig. Ég held að hún hafi skilið það rétt. Ég sé það núna. Það sem segir í bréfi umhvrn. er --- og það er þá væntanlega skoðun hæstv. umhvrh. --- að ekki sé hægt að grípa til gjalda af þessu tagi nema það verði lagt á alla almenna starfsemi, en það er það sem ég er á móti. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að vera hægt að taka stóriðjuna sem stórnotendur orku sérstaklega út úr og leggja sérstök umhverfisgjöld á þar.

En er það skoðun hæstv. umhvrh., eins og kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins, að það mundi brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar? Það er það sem málið eiginlega snýst um af minni hálfu.