Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 23:54:55 (4125)

2003-02-26 23:54:55# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, Frsm. 2. minni hluta ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[23:54]

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Árni Steinar Jóhannsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ræðan sem hv. þm. Kristján Möller flutti áðan einkenndist mikið af skítkasti. Ég vil spyrja hv. þm. hvort hann telji að hann sé fremur öðrum þingmönnum forsvarsmaður landsbyggðarinnar og jafnframt hvernig honum líkar að búa hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum mörg sem komum utan af landi og ég held að þetta sé ekki við hæfi.

Varðandi söguskýringu þingmannsins vil ég spyrja þingmanninn hvort hann telji ekki heppilegt að vanda til vinnu. Hann hrósaði mjög uppbyggingu Búrfellsvirkjunar vitandi að afleiðingarnar voru þær að Landsvirkjun var hér um bil farin á hausinn og leiðrétting þess fékkst ekki fyrr en eftir 1970, að tókst að standa fyrirtækið að svindli.

Væri ekki sannara að hið háa Alþingi vandaði til verka fremur en að hefja hér almennt snakk um hlutina, líkt og í ræðu hv. þm., án rökstuðnings af neinu tagi?