Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 27. febrúar 2003, kl. 14:29:08 (4181)

2003-02-27 14:29:08# 128. lþ. 85.1 fundur 445#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 128. lþ.

[14:29]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Áður en ég svara spurningu hv. þm. vil ég gjarnan segja að við eigum hugsanlega eftir sjálf og allur heimurinn að finna fyrir fátækt, erfiðleikum og skelfingu ef þessi stjórn og svipaðar stjórnir verða ekki stöðvaðar.

Hvað snertir álit þeirra aðila sem eru í Írak þá tala þeir að sjálfsögðu fyrir því að fresta aðgerðum í lengstu lög. En ég tel að af ýmsum ástæðum, m.a. tæknilegum ástæðum vegna þess að það er erfitt að fara í aðgerðir eftir mánuð eða svo aðstæðnanna vegna, þá er nánast verið að stilla okkur upp við vegg og það er þess vegna sem ég segi: Hvenær teljum við og munum við telja nóg komið? Og ég spyr: Er ekki nóg komið?