Upplýsingaskylda um launakjör

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:11:11 (4246)

2003-03-03 15:11:11# 128. lþ. 86.1 fundur 453#B upplýsingaskylda um launakjör# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:11]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom hjá hv. þingmanni hefur Kauphöllin sett skýrar reglur hvað varðar fyrirtæki og félög sem skráð eru í Kauphöll. Ég tel það vera mjög mikilvægt mál. Reyndar höfum við fjallað um það áður á hv. Alþingi og nú er það mál í höfn. En það sem hv. þm. nefnir hér og varðar lífeyrssjóðina tel ég að sé mjög athugandi að fara yfir og kanna hvort ástæða sé til að setja sérstakar reglur sem snúa að þeim og launakjörum þeirra æðstu starfsmanna en það yrði þá að sjálfsögðu að gerast á annan hátt. Mér finnst að hv. þm. hafi hreyft þarna máli sem full ástæða sé til að fara yfir.