Upplýsingaskylda um launakjör

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:12:52 (4248)

2003-03-03 15:12:52# 128. lþ. 86.1 fundur 453#B upplýsingaskylda um launakjör# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:12]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Það var eitt atriði sem ég vildi ítreka vegna orða hv. þingmanns. Hún talar um að ég sem viðskrh. eigi að beita mér gagnvart Fjármálaeftirlitinu en Fjármálaeftirlitið starfar algjörlega sjálfstætt. Og þótt það heyri undir viðskrn. er það ekki þannig að því sé fjarstýrt þaðan. Það gildir nákvæmlega það sama um Samkeppnisstofnun. Þetta vildi ég ítreka vegna þess að mér fannst eins og fælist í orðum hv. þm. þegar hún talaði í seinna skiptið að það væri mitt hlutverk að stjórna Fjármálaeftirlitinu, en svo er alls ekki.