Loðnuveiðar

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:27:18 (4260)

2003-03-03 15:27:18# 128. lþ. 86.1 fundur 455#B loðnuveiðar# (óundirbúin fsp.), KLM
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:27]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég vil bara rétt í lokin ítreka hvað það er mikilvægt að hægt sé að stunda eðlilegar rannsóknir og gefa út skynsamlega kvóta strax í byrjun vegna þess að við skulum hafa það í huga að loðna sem er veidd að sumri eða hausti er margfalt verðmætari fyrir þjóðarbúið en sú loðna sem er verið að reyna að veiða nú, næstum því síðustu 15 daga vertíðar. Við skulum hafa það í huga, herra forseti, að það munar töluvert miklu á hvort við erum að veiða loðnu á þessum tíma eða á haustin þegar hún er hvað verðmætust. Og það sem ég er að gagnrýna er að það hefur gerst núna að ekki hefur verið hægt að gefa út meiri kvóta í upphafi til þess að útgerðin og loðnuverksmiðjur geti skipulagt vinnu sína til þess að vinna þetta á skynsamlegan hátt.