Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:53:28 (4275)

2003-03-03 15:53:28# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:53]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég vil mótmæla því að þessi grein komi eins og hún er hér til atkvæða á þessu stigi. Sannleikurinn er sá að Eftirlitsstofnun EFTA hefur nákvæmlega þessi mál sem hér er um fjallað til umfjöllunar. Ég hef óskað eftir því við iðnrn. að fá þessar upplýsingar en mér hefur verið synjað um það vegna þess að það er talið að svo alvarlegir almannahagsmunir séu í húfi og það að láta þessar upplýsingar í té til mín sem alþingismanns gæti valdið tjóni. Ég hef ekki fengið svör við því, herra forseti, hverjir þessir alvarlegu almannahagsmunir eru og ég hef heldur ekki fengið svör við því hvaða tjóni ég gæti valdið með því að fá þær upplýsingar sem þörf er til þess að varpa ljósi á það sem liggur að baki 6. gr. Þess vegna segi ég nei.

(Forseti (HBl): Ég vil benda hv. þingmönnum á að hér er verið að greiða atkvæði um 6. gr. til og með 11. tölul. (SJS: Er það með 11.?) Já, með 11. tölul.)