Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:58:43 (4278)

2003-03-03 15:58:43# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:58]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Í þessu ákvæði er efnislega lagt til að það sé heimilt að kveða á um það í samningum við Alcoa að ekki skuli vera lagðir skattar eða gjöld á útblástur lofttegunda nema slík gjöld séu lögð með almennum hætti á alla aðra starfsemi í landinu. Ég skil þetta ákvæði þannig að það sé með engu móti hægt í framtíðinni að leggja sérstakan umhverfisskatt á orkufreka stóriðju hér í landinu og ég er í grundvallaratriðum, og Samfylkingin, algjörlega á móti því. Ég tel að það sé óásættanlegt að ekki verði hægt í framtíðinni að leggja þennan skatt á, þegar alþjóðleg þróun kallar á að gripið sé til þessara þátta til þess að stemma stigu við losun skaðlegra lofttegunda. Ég tel þess vegna að þessi ákvörðun sé hápólitísk og hún sé röng og greiði atkvæði gegn þessu ákvæði.