Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 16:01:04 (4280)

2003-03-03 16:01:04# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[16:01]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Það sem þarna kemur fram er nákvæmlega það sem stendur í textanum. Þetta fjallar ekki um forréttindi. Þetta fjallar um jafnræði. Það þýðir að ekki er hægt að taka þetta fyrirtæki út og skattleggja sérstaklega nema það liggi fyrir að það verði einnig gert um önnur fyrirtæki sem valda þá sams konar mengun. Þetta vildi ég að kæmi fram vegna þess að þarna er um ákveðinn misskilning að ræða.