Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 16:07:02 (4285)

2003-03-03 16:07:02# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[16:07]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að við umfjöllun í efh.- og viðskn. Alþingis um þetta lagafrv. lagði ég fram tillögu um að óháður aðili yrði fenginn til að fara yfir þau álitamál og ágreiningsefni sem upp úr standa. Ég vísa þar í ýmsar tölulegar staðreyndir um að við fengjum óvefengjanlega fram hvað satt væri og rétt í þessu efni. Ég harma það, herra forseti, að enginn fulltrúi annarra stjórnmálaflokka var tilbúinn að styðja okkur í þessu efni. Ég vek athygli á því að enn á þetta mál eftir að fara til 3. umr. Það er enn möguleiki á að taka það aftur inn í efh.- og viðskn. og verða við þessari eðlilegu beiðni um að óháður aðili verði kallaður til til að skera úr þeim ágreiningsefnum sem uppi eru um staðreyndir málsins, um tölulegar staðreyndir í þessu máli. Um þær er deilt.