Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 04. mars 2003, kl. 14:20:48 (4324)

2003-03-04 14:20:48# 128. lþ. 87.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 128. lþ.

[14:20]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Það er aðeins örstutt spurning sem vaknaði við ræðu hv. þm. Hann mælti fyrir brtt. varðandi það frv. sem hér er til umræðu sem gengur út á það að lögin öðlist gildi þegar fram hafi farið þjóðaratkvæðagreiðsla. Spurningin er þá þessi, herra forseti: Ef svo ólíklega vildi til að þessi brtt. yrði samþykkt í þinginu og þjóðin mundi síðan samþykkja framkvæmdirnar, mundi hv. þm. þá styðja þessar framkvæmdir?