Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 04. mars 2003, kl. 20:37:28 (4357)

2003-03-04 20:37:28# 128. lþ. 87.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 128. lþ.

[20:37]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það er mér mikið ánægjuefni ef ég hef getað glatt hjarta hæstv. ráðherra með því að nefna Framsfl. oft á nafn. Sannast sagna hefði ég kosið að geta tengt flokkinn bjartara málefni en mengandi stóriðju og stórfelldustu náttúruspjöllum Íslandssögunnar.

Lokaorðin í mynd Ómars Ragnarssonar sem sýnd var í sjónvarpinu hér um daginn og hafði áhrif á marga vísuðu til tveggja hugtaka. Hann nefndi sóma og skömm. Því miður þá óttast ég að Framsfl. tengist hinu síðara hugtaki í þessu máli, en ekki hinu fyrra.