Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 13:47:58 (4366)

2003-03-05 13:47:58# 128. lþ. 88.5 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 128. lþ.

[13:47]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er enn hægt að sjá að sér í þessu máli. Það er enn hægt að komast hjá mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar og einu mesta efnahagsslysi sem í uppsiglingu er með byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði.

Stærð þessa máls er slík, herra forseti, og hin miklu óafturkræfu áhrif þess á náttúru landsins að enginn nema þjóðin hefur siðferðilegan rétt til að taka svona ákvörðun. Þjóðin á landið, ekki fáeinir misvitrir stjórnmálamenn. Það er auðvelt að koma því við samhliða alþingiskosningum í vor að þjóðin verði æðsti dómari í þessu máli og það hlutverk getur enginn annar tekið að sér. Ég segi já.