Fíkniefnameðferð

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 14:11:09 (4379)

2003-03-05 14:11:09# 128. lþ. 89.1 fundur 573. mál: #A fíkniefnameðferð# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 128. lþ.

[14:11]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég hef í rauninni ekki miklu við svar mitt að bæta síðan áðan. Ég vil samt undirstrika í þessu sambandi að viðbrögð okkar mega ekki vera það hörð við þessu að það komi niður á fólki sem þarf að nota þessi lyf sjúkdóma sinna vegna. Það er hinn vandrataði meðalvegur í þessu máli, að koma í veg fyrir misnotkun en að þeir sem þurfa á lyfjunum að halda fái þau og veigri sér ekki við að taka þau.

Ég vil gjarnan hafa sem besta samvinnu við Læknafélag Íslands og lækna í þessu efni, tel það reyndar nauðsynlegt enda eru þeir lykilmenn í þessu sambandi. Ég veit að það er vilji innan stéttarinnar fyrir slíkri samvinnu og að við nýtum reynslu þeirra í þessu efni.