Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 15:08:38 (4406)

2003-03-05 15:08:38# 128. lþ. 89.6 fundur 628. mál: #A geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 128. lþ.

[15:08]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni, fyrir að beina sjónum okkar að vandamálum geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga. Geðheilbrigðisþjónusta yngstu aldurshópanna kemur inn á mörg svið og vandamál eru bæði í heilbrigðiskerfinu og hinum félagslega þætti, í skólunum og hjá lögreglunni einnig. Fjölmörg börn hafa mismunandi geðraskanir, mismunandi greiningu án þess að það sé bein sjúkdómsgreining, en hafa þannig hegðunartruflanir að það er erfitt fyrir þau að fóta sig í tilverunni er erfitt að koma þeim fyrir. Undirliggjandi vandi á öllum þessum sviðum í kerfinu er fjárhagsvandi og hefur verið það til margra ára.