Hafnalög

Fimmtudaginn 06. mars 2003, kl. 20:19:48 (4542)

2003-03-06 20:19:48# 128. lþ. 90.7 fundur 661. mál: #A hafnalög# (heildarlög) frv. 61/2003, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 128. lþ.

[20:19]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Út af því sem kom fram hjá hæstv. samgrh. undir lokin vil ég segja að hæstv. ráðherra hefur jafnvel oftúlkað stuðning við frv. eins og það lítur út, frá aðilum eins og Hafnasambandinu. Ég tel að það sé eitt af því sem hv. samgn. þurfi að fara vandlega ofan í og kynna sér hver afstaða hagsmunaaðila er til málsins. Það kemur þá bara í ljós á þeim vettvangi.

Breytingin er ákaflega einföld. Það er verið að leggja til að hætta að greiða styrki til atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, uppbyggingu hafna sem eru undirstaða fyrir atvinnustarfsemi. Það er verið að leggja það til.

Í öðru lagi er lagt til að endurgreiða virðisaukaskatt sem fyrst og fremst nýtist Reykjavíkurhöfn. Þetta er kristalklárt og öllum augljóst sem málið skoða.