Siglingastofnun Íslands

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 12:04:09 (4590)

2003-03-10 12:04:09# 128. lþ. 93.32 fundur 539. mál: #A Siglingastofnun Íslands# (vaktstöð siglinga, EES-reglur) frv. 29/2003, Frsm. GHall
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[12:04]

Frsm. samgn. (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. samgn. um frv. til laga um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum.

Nefndinni bárust umsagnir um málið frá fjölmörgum aðilum.

Markmið frumvarpsins er tvíþætt. Annars vegar er í frumvarpinu gert ráð fyrir að Siglingastofnun Íslands verði falið að annast framkvæmd vaktstöðvar siglinga, samanber frumvarp til laga um vaktstöð siglinga sem liggur fyrir þinginu, og ég mælti fyrir rétt áðan. Hins vegar veitir frumvarpið íslenskum yfirvöldum lagaheimild til að gerast aðilar að væntanlegri Siglingaöryggisstofnun Evrópu og innleiða reglugerðir Evrópusambandsins sem því tengjast.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Magnús Stefánsson, Kristján L. Möller, Lúðvík Bergvinsson og Jón Bjarnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.