Almenn hegningarlög

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 12:40:39 (4602)

2003-03-10 12:40:39# 128. lþ. 93.36 fundur 353. mál: #A almenn hegningarlög# (brot í opinberu starfi) frv. 54/2003, Frsm. ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[12:40]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er í raun alveg eins og með opinberar stofnanir. Það er ekki stofnunin sem slík sem er gerð ábyrg fyrir refsiverðri háttsemi viðkomandi starfsmanns heldur starfsmaðurinn sem slíkur. Hið nákvæmlega sama gildir um samninga eins og hv. þm. nefndi hér áðan. Ef það eru einkaaðilar sem sjá --- hvort sem eru bankar eða einhverjir aðrir --- þá eru það einkaaðilarnir sem bera og falla undir þessa skilgreiningu ,,opinber starfsmaður`` svo lengi sem þeir hafa eitthvað að gera með ráðstöfun opinberra hagsmuna og opinberra fjármuna. Við erum m.a. í þessu frv. að ramma betur inn póst- og símamálefni eða fjarskiptaþjónustuna til að sýna fram á að þeir sem fara með þá þjónustu og fara með þessa opinberu hagsmuni og fjármuni, falla undir þetta frv.