Heilbrigðisþjónusta

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 21:42:25 (4648)

2003-03-10 21:42:25# 128. lþ. 94.33 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv. 78/2003, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 128. lþ.

[21:42]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Með samkomulaginu afsala sveitarfélögin sér lögbundnum rétti til tilnefningar í stjórnir umræddra stofnana um leið og þátttaka þeirra í stofnkostnaði og viðhaldi fellur niður.

Þar með er ekki sagt að meiningin hafi verið að leggja þær niður. (Gripið fram í.) Það var ástæðulaust og ég vil bara benda á að Samband íslenskra sveitarfélaga telur að ekki hafi verið nein ástæða til að leggja stjórnirnar niður, alla vega leggst það ekki gegn því að óbreyttu ástandi hvað það varðar.