Framhald þingfundar

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 23:52:13 (4673)

2003-03-10 23:52:13# 128. lþ. 94.93 fundur 483#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 128. lþ.

[23:52]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálfellefu í morgun. Ég verð að segja eins og er, að minna hafa menn séð fara í gegn af málum á einum degi en í dag. Líkast til mun þetta vera met sem hér hefur verið slegið. (Gripið fram í.) Ja, á fyrri fundinum í dag voru 46 mál á dagskrá og á þeim síðari 44. Ég veit að rædd og afgreidd voru a.m.k. 38 eða 39 mál á fyrri fundinum og nú er búið að taka til umræðu, ég hef nú ekki tekið það nákvæmlega saman, 37 eða 38 mál líklega á seinni fundinum.

Nú er að nálgast miðnætti og fram undan eru mál til 1. umr. á dagskránni. En mér finnst kannski komin ástæða til þess fyrir hæstv. forseta að velta fyrir sér hvort honum nægi ekki að setja þetta met sem komið er þó að hann þurfi ekki að bæta það strax þessa nótt. Ég held að þetta séu ágætisafköst hjá þinginu í dag. Ég legg því til að hæstv. forseti láti nú nótt sem nemur hér við miðnættið.