Framhald þingfundar

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 23:58:27 (4678)

2003-03-10 23:58:27# 128. lþ. 94.93 fundur 483#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 128. lþ.

[23:58]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Mér finnst að menn megi fara svolítið varlegar í þessum málum. Hætt er við að þingmenn bregðist ekki vel við því þegar því er haldið fram að halda eigi áfram inn í nóttina af því að nægur tími sé til stefnu, að þingið geti verið öflugt og annað eftir því. Við erum að ljúka degi þar sem afköstin hafa a.m.k. verið meiri en oftast áður.

Ég held að það væri ekki til þess að auka afköst þingsins í framhaldinu ef menn taka því ekki sæmilega vel að ræða um að ljúka þá deginum núna. Mér finnst nóg komið þennan daginn og ef menn vilja halda góðum afköstum út þessa viku væri kannski betra að ná því fram með góðu samkomulagi milli manna en með því að efna til einhvers konar ófriðar.