Heilbrigðisþjónusta

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 17:42:02 (4756)

2003-03-11 17:42:02# 128. lþ. 96.1 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv. 78/2003, ÁRJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[17:42]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um málefni heilbrigðisþjónustunnar og við styðjum þetta mál að öllu leyti nema því að við teljum að íbúalýðræði eigi að hafa í meiri hávegum. Þess vegna hefur komið fram brtt. frá Kristjáni L. Möller um að áfram verði stjórnir við heilsugæslustöðvar og sjúkrahús og er nánar kveðið á um hvernig þær skuli skipaðar í brtt. á þskj. 1134. Við munum að sjálfsögðu styðja þær brtt. en engu að síður var komið allmjög til móts við okkur í nefndinni þar sem lagt er til að framkvæmdastjórnir muni að hluta til sinna hlutverki þessu þannig að ef svo ólíklega vill til að tillaga okkar verði felld munum við að sjálfsögðu styðja tillögu nefndarinnar.