Heilbrigðisþjónusta

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 17:44:32 (4757)

2003-03-11 17:44:32# 128. lþ. 96.1 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv. 78/2003, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[17:44]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Í þessari brtt. er ráð fyrir því gert að fulltrúar sveitarfélaganna komi, eins og verið hefur, að stjórnum heilsugæslustöðva. Það er afskaplega mikilvægt að heimamenn hafi eitthvað um það að segja hvernig þessi grunnþjónusta er innt af hendi. Þannig hefur það verið árum saman og gefist aldeilis prýðilega og mér er fyrirmunað að skilja þær röksemdir sem er að finna í frv. hæstv. ráðherra þess efnis að þarna skuli skilja fullkomlega á milli.

Þessi brtt. gerir með öðrum orðum ráð fyrir því að þessum mikilvægu tengslum verði haldið. Ég veit að sveitarstjórnarmenn fyrr og síðar í þessum sal þekkja mikilvægi þess að koma að þessari þjónustu og ég vænti þess að þeir styðji þessa brtt., ég trúi tæplega öðru þó að ýmislegt bendi til annars.