Almannavarnir o.fl.

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 18:00:38 (4762)

2003-03-11 18:00:38# 128. lþ. 96.2 fundur 464. mál: #A almannavarnir o.fl.# (breyting ýmissa laga) frv. 44/2003, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[18:00]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Við teljum þessar lagabreytingar vera misráðnar. Almannavarnir ríkisins hafa með höndum samhæfingarstarf þar sem samhæft er starf lækna, hjúkrunarfólks, aðila frá Vegagerð, sveitarstjórna, sjúkraflutningamanna og fleiri sem koma þar við sögu. Margvíslegt forvarnastarf er á hendi Almannavarna ríkisins sem nú verður fært allt undir embætti ríkislögreglustjóra. Við hefðum talið ráðlegra að efla Almannavarnir ríkisins sem sjálfstæða stjórnsýslueiningu.