Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 18:38:32 (4766)

2003-03-11 18:38:32# 128. lþ. 96.17 fundur 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál. 19/128, 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál. 20/128, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[18:38]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er margt sem þessi hv. þm. veit sem hv. þm. Halldór Blöndal veit ekki um. En það er önnur saga.

Þegar talað er um vegáætlunina þá er hún stíluð til 2014. Flýtiframkvæmdirnar sem eru að koma núna flýta þessu til 2012 og ef ég veit rétt eru það ekki fjögur, fimm eða sex ár. Menn verða að hafa það alveg á hreinu.

Ég leggst eindregið gegn því að farið verði af stað með athuganir og rannsóknir í þessum málum fyrr en búið er að athuga þá möguleika sem við höfum til að stytta leiðirnar um núverandi hringveg. Þá finnst mér komið að því að huga að sumarvegi á þessum slóðum.

Ég bið hv. þm. Halldór Blöndal að hugsa sérstaklega til byggðanna í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslum sem eiga allt sitt undir ferðamennsku og reiða sig á þá sem þar fara um vegakerfið.