Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 18:52:51 (4775)

2003-03-11 18:52:51# 128. lþ. 96.17 fundur 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál. 19/128, 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál. 20/128, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[18:52]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir að hv. 8. þm. Reykv., Guðmundur Hallvarðsson, viti það rétt eins og ég að það er ýmislegt sem ræður því að menn kjósa fremur að láta aka vörunni heldur en flytja hana sjóveg og kemur þar fleira en kostnaður inn í það, hraði, þægindi og ýmislegt sem því er skylt.

En varðandi hitt af því menn eru að ræða um nýtt vegstæði, að farið verði fram hjá einhverjum stöðum sem áður var ekið um, þá er auðvitað alveg óhugsandi að velta því fyrir sér að vegurinn til Ísafjarðar eigi um alla framtíð endilega að fara um Brú í Hrútafirði ef hagkvæmara er að fara Reykhólasveitina. Menn verða nú svolítið að hugsa um þetta út frá hagsmunum þeirra sem nota vegina og aka þá. (GHall: Sammála.)