Fjármögnun sjóðs til að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 22:41:06 (4804)

2003-03-11 22:41:06# 128. lþ. 96.23 fundur 688. mál: #A fjármögnun sjóðs til að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[22:41]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara djúpt í þessi mál hér en ég bið hv. þm. að muna það að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fór frá haustið 1988 vegna þess að Framsfl. og Alþfl. voru ekki reiðubúnir til að taka á þeim vandamálum sem þá voru uppi. Þá töluðu þessir flokkar mest um það að þeir vildu fara svokallaða niðurfærsluleið.

Þó var það nú svo að Alþfl. kenndi því sérstaklega um að ekki væri hægt að vinna með okkur sjálfstæðismönnum, að við vildum hafa lægri virðisaukaskatt á matvörum en öðrum varningi. Þótti það mikill glæpur, satt að segja, hjá Alþfl. að við skyldum vilja lækka verð á matvælum.