Fjármögnun sjóðs til að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 22:45:16 (4807)

2003-03-11 22:45:16# 128. lþ. 96.23 fundur 688. mál: #A fjármögnun sjóðs til að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða# þál., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[22:45]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég minntist nú ekkert á Hlutafjársjóð sem hv. þm. Halldór Blöndal nefndi hér áðan. Ég hins vegar man það úr uppgjöri Atvinnutryggingarsjóðs eða Hlutafjársjóðs --- Hvað hét hann nú? Hlutafjáraukningarsjóður atvinnugreina eða eitthvað slíkt. Ég man það hins vegar að úr því uppgjöri sem síðar var fært til Þróunarsjóðs og er þar enn bókhaldið þá hafa verið greiddar þar inn talsverðar fjárhæðir af fjárhæðum sem áður þóttu tapaðar. Ég veit að hv. þm. Halldór Blöndal veit að inn í Þróunarsjóðinn hafa komið nokkur hundruð milljónir af fé sem áður var talið afskrifað af því sem menn kölluðu þennan sjóð á sínum tíma. Ég dreg því í efa að hann hafi tapað eins miklum peningum þegar upp var staðið og menn hafa kannski haldið.