Ábúðarlög

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 23:40:13 (4817)

2003-03-11 23:40:13# 128. lþ. 96.25 fundur 651. mál: #A ábúðarlög# (heildarlög) frv., 652. mál: #A jarðalög# (heildarlög) frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[23:40]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Já, það er rétt sem hæstv. landbrh. segir. Ég tek undir það að best er að lög séu almennt sem einföldust og skýrust. Við vitum að sjálfsagt hafa langflest málaferli sem eiga sér stað í landinu verið í kringum jarðir og ýmislegt sem lýtur að þeim, landamerkjum, eignarhlutum, erfðamálum og ýmsu öðru. Því er ágætt að þetta kemur inn í umræðuna.

Ég þakka bara orð hæstv. landbrh. um að það sem sá sem hér stendur hafi lagt til umræðunnar hafi verið gott. Ég þakka það og ítreka enn frekar það sem ég sagði, að þó að ýmsir mætir aðilar hafi komið að þessum málum þá hlýtur landbn. að kalla fjölda manna og kvenna til skrafs og ráðagerða um það hvernig þessi lagabálkur á að vera. Það liggur í hlutarins eðli.