Þingsályktunartillaga um hernaðaraðgerðir gegn Írak

Miðvikudaginn 12. mars 2003, kl. 10:33:35 (4819)

2003-03-12 10:33:35# 128. lþ. 97.92 fundur 495#B þingsályktunartillaga um hernaðaraðgerðir gegn Írak# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 128. lþ.

[10:33]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Yfirvofandi er hernaðarárás á Írak. Sú þáltill. sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon greindi hér frá fjallar um viðbrögð Íslendinga og með hvaða hætti Alþingi eigi að álykta um málið. Hann fór yfir tillöguna sem felur það m.a. í sér að við komum afstöðu okkar á afdráttarlausan hátt fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og leitum allra leiða til að afstýrt verði innrás í Írak. Þá kemur fram að við teljum að Íslendingar eigi hvorki að heimila aðstöðu á íslensku yfirráðasvæði né neins konar þátttöku Íslands í hugsanlegum aðgerðum.

Við höfum óskað eftir því að Alþingi fái tækifæri til að taka á lýðræðislegan hátt afstöðu til þessarar tillögu. Hér í þingsal í dag eru bæði hæstv. forsrh. og hæstv. utanrrh. Það er óeðlilegt annað en að þeir tjái afstöðu sína til þessa máls og ég vil beina til þeirra þeirri spurningu hvort það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að beina því til meiri hluta í utanrmn. þingsins að koma í veg fyrir að þetta mál komi fyrir þingið.