Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 10:33:05 (4877)

2003-03-13 10:33:05# 128. lþ. 99.92 fundur 497#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 128. lþ.

[10:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að kl. 1.30, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um kjör bænda. Málshefjandi verður Sigríður Jóhannesdóttir og hæstv. landbrh., Guðni Ágústsson, verður til andsvara. Umræðan mun standa í hálftíma.

Þá vill forseti einnig geta þess að ráð er fyrir því gert að að aflokinni umræðu utan dagskrár, þ.e. klukkan tvö, er áformað að fram fari atkvæðagreiðsla.