Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 10:45:06 (4882)

2003-03-13 10:45:06# 128. lþ. 99.11 fundur 671. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# (stækkun, skattlagning) frv. 85/2003, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 128. lþ.

[10:45]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mig langar einungis að leggja eina spurningu fyrir hv. formann iðnn., Hjálmar Árnason. Það stendur í nál. og hv. þm. sagði að nefndin hafi fjallað ítarlega um málið. Mig langar að spyrja hv. þm. hvað hann kalli ítarlega umfjöllun í þessu sambandi því við vitum að það er einungis vika síðan þetta mál var kynnt í þinginu. Mig langar til að fá að vita hverjir áttu þess kost að gefa skriflegar umsagnir um málið og hvaða skriflegar umsagnir bárust. Og á hvern hátt þessi ítarlega umfjöllun er mögulega öðruvísi en umfjöllun nefndarinnar almennt um mál af þessu tagi.