Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 14:13:17 (4924)

2003-03-13 14:13:17# 128. lþ. 99.1 fundur 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál. 19/128, LB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 128. lþ.

[14:13]

Lúðvík Bergvinsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um samræmda samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014 og á eftir kemur mál um næstu fjögurra ára áætlun.

Sú áætlun sem við greiðum nú atkvæði um er algerlega unnin á forsendum og samkvæmt hugmyndum stjórnarmeirihlutans. Stjórnarandstaðan kom ekkert að því máli. Þetta er því algerlega á ábyrgð meiri hlutans. Ég vil að þetta liggi fyrir. Í þessum áætlunum eru mörg mjög góð mál sem við getum vissulega stutt, auk þess sem ég hrósa meiri hlutanum fyrir að taka upp þessa svokölluðu samræmdu samgöngu\-áætlun, þ.e. að horfa á samgöngur á sjó, landi og lofti í einum pakka.

Það breytir samt ekki því, virðulegi forseti, að þetta er algerlega á ábyrgð meiri hlutans. Við komum ekki að þessum áætlunum, hvorugri þeirra, þannig að við munum sitja hjá en um leið lýsa því yfir að í ljósi þess að þetta er a.m.k. áætlun tólf ár fram í tímann er þar víða að finna verkefni sem við hefðum getað stutt.