Fyrirspurn um starfslokasamninga hjá Byggðastofnun

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:18:09 (4976)

2003-03-13 20:18:09# 128. lþ. 100.91 fundur 503#B fyrirspurn um starfslokasamninga hjá Byggðastofnun# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:18]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég hygg að óhjákvæmilegt sé að kynna hv. þingmanni þingsköpin eins og þau liggja fyrir. 6. mgr. 49. gr. þingskapa fjallar um fyrirspurnir. Þar segir:

,,Ef óskað er skriflegs svars sendir ráðherra forseta það að jafnaði eigi síðar en tíu virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð. Forseti sendir fyrirspyrjanda svarið og skal það prentað og útbýtt meðal þingmanna á fundi.``

Það eru því alveg skýrar reglur um það hvernig fer um skriflegar fyrirspurnir sem lagðar eru fram með þinglegum hætti og forsætisnefnd ber að sjá um að eftir þeim reglum sé farið.