Breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:32:27 (4986)

2003-03-13 20:32:27# 128. lþ. 100.4 fundur 638. mál: #A breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn# (bótaábyrgð flugfélaga) þál. 24/128, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:32]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2002, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.

Megintilgangur reglugerðar þeirrar sem fella skal inn í EES-samninginn er að samræma regluverk um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa og tengist samþykkt nýs sáttmála um samræmingu tiltekinna reglna um loftflutninga milli landa, svokallaðs Montreal-samnings frá 1999.

Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og er gert ráð fyrir að frumvarp til laga um breytingu á loftferðalögum verði lagt fram á 130. löggjafarþingi. Jafnframt er gert ráð fyrir að Ísland fullgildi Montreal-samninginn.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.