Breyting á II. viðauka við EES-samninginn

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:40:57 (4992)

2003-03-13 20:40:57# 128. lþ. 100.10 fundur 667. mál: #A breyting á II. viðauka við EES-samninginn# (tóbaksvörur) þál. 30/128, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:40]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2003, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.

Meginmarkmið þeirrar tilskipunar sem verið er að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af er að samræma lög og stjórnsýslufyrirmæli aðildarríkjanna um hámarksmagn tjöru, nikótíns og kolsýrings sem vindlingar mega gefa frá sér og viðvaranir er varða heilsufarsleg atriði og aðrar upplýsingar á umbúðum tóbaksvarnings með það fyrir augum að ryðja úr vegi viðskiptahindrunum með þessa vöru. Þá er mælt fyrir um tilteknar ráðstafanir sem varða innihaldsefni og lýsingu á tóbaksvörum þar sem heilsuvernd er höfð að leiðarljósi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur þegar lagt fram frumvarp þessa efnis sem varð að lögum 10. mars sl.

Nefndin leggur einróma til að tillagan verði samþykkt.