Mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 20:46:33 (4994)

2003-03-13 20:46:33# 128. lþ. 100.35 fundur 650. mál: #A mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður# frv. 70/2003, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[20:46]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti hv. allshn. um frv. til laga um breytingu á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður.

Með frumvarpi þessu er lagt til að Alþingi samþykki breytingar á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður til samræmis við samkomulag sveitarfélaganna. Samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr. sveitarstjórnarlaga hefur félagsmálaráðuneytið breytt mörkunum til staðfestingar á nefndu samkomulagi. Samkvæmt 129. gr. laga um kosningar til Alþingis verður ákvæðum um kjördæmamörk ekki breytt nema Alþingi samþykki það með 2/3 hluta atkvæða, sbr. 6. mgr. 31. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt og samþykkti nefndin þetta samhljóða.

Ég læt herra forseta eftir að lesa upp hnitin á viðkomandi þingskjali.