Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 23:54:12 (5032)

2003-03-13 23:54:12# 128. lþ. 100.37 fundur 636. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðjöfnun við útflutning) frv. 82/2003, Frsm. DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 128. lþ.

[23:54]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Um er að ræða íblöndunarefni t.d. þegar smjöri eða mjólkurafurðum er blandað í þorskflök og þau seld úr landi með fyllingu í. Eins er þetta mjólkurduft eða mjólk sem er notuð í súkkulaði. Er þetta mjög mikilvægt vegna þessarar vöru sem er seld í Fríhöfninni í Keflavík og hefur gert það að verkum að súkkulaði, íslenskt súkkulaði, er selt þar á samkeppnishæfu verði við erlendu vöruna. Þetta eru því þessi iðnaðarhráefni, þ.e. mjólk og smjör, sem eru notuð í þær vörur sem ég tiltók, t.d. til að fullvinna fiskinn í þá einhverjar afurðir og eins í súkkulaðiiðnaði.