Orkustofnun

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 11:15:59 (5076)

2003-03-14 11:15:59# 128. lþ. 101.9 fundur 544. mál: #A Orkustofnun# (heildarlög) frv. 87/2003, Frsm. HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[11:15]

Frsm. iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég misskildi hv. þm. en mér fannst koma fram í máli hennar að hún teldi að virðisaukaskattsumhverfi vatnamælinga og Íslenskra orkurannsókna væri óeðlilegt. Hafi ég skilið það rétt í máli hennar þá kom ég hér upp til þess að leiðrétta það að svo er ekki. Það mun hafa verið hér á árum áður sem einhver vafi lék á því vegna þess einmitt að hér væri um ríkisstofnun að ræða en þetta mun Ríkisendurskoðun hafa farið rækilega yfir. Samkvæmt frv. og eins og málin eru núna er virðisaukaskattsumhverfi vatnamælinga og ROS (rannsóknasviðs Orkustofnunar) mjög eðlilegt að öllu leyti. Ég vildi bara koma þessu á framfæri.