Lyfjalög og læknalög

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 18:31:44 (5136)

2003-03-14 18:31:44# 128. lþ. 101.25 fundur 423. mál: #A lyfjalög og læknalög# (lyfjagagnagrunnar) frv. 89/2003, LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[18:31]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni sérlega fyrir þessa spurningu því svo illa vildi til að þegar 3. umr. um gagnagrunna fór fram á sínum tíma, um þá víðfrægu gagnagrunna, var ég ekki viðstödd umræðuna vegna veikinda og gat hvorki tekið þátt í þeirri umræðu, né heldur atkvæðagreiðslu. Ég hafði hins vegar ýmsar efasemdir uppi í 1. og 2. umr. um þá gagnagrunna, m.a. um það hvort ekki væri tæknilega unnt að fara inn í dulkóðun ef mönnum hentaði svo og nægilega vel væri unnið að því. Ég verð að segja að okkur hv. þm. greinir á aðeins í einu, og það er að ég er enn ekki sannfærð um það að gagnagrunnar séu svo tryggir að ekki sé hægt að fara inn í þá.