Lyfjalög og læknalög

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 18:50:35 (5143)

2003-03-14 18:50:35# 128. lþ. 101.25 fundur 423. mál: #A lyfjalög og læknalög# (lyfjagagnagrunnar) frv. 89/2003, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[18:50]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Okkur hv. þm. greinir á um þetta efni. Ég tel okkur ekki hafa tækin í dag sem við þurfum. En við munum verða með þau eftir að þetta frv. verður að lögum. Ég verð bara að segja af því ég hef starfað í Tryggingastofnun um árabil að ég held að persónuverndin verði mun meiri hvað varðar persónuupplýsingar vegna lyfja eftir að við verðum komin með þessi lög en áður var. Ég veit vel hvernig upplýsingar um lyfjanotkun voru hjá Tryggingastofnun fyrir nokkrum árum þegar ég var þar og ég tel að þetta sé mun til bóta.