Fjáraukalög 2003

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 20:20:13 (5154)

2003-03-14 20:20:13# 128. lþ. 101.17 fundur 653. mál: #A fjáraukalög 2003# (aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum) frv. 58/2003, KLM (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[20:20]

Kristján L. Möller (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég gríp hér tækifærið og kveð mér hljóðs um fundarstjórn forseta til að fá skýringu á því sem gerðist í morgun hjá þeim hæstv. forseta sem situr í forsetastól nú. Þingvörður kom þá með boð og færði fram ósk mína um að ég yrði settur á mælendaskrá í umræðu um hafnalög. Það var greinilega ekki gert. Þetta var sem sagt í fjórða skipti sem þessi ósk var færð fram, en í fyrsta skipti þeim hæstv. forseta sem nú situr í forsetastól. Mig langar aðeins að spyrja út í hverju það sætir að þetta var gert vegna þess að frá því að ég bað um að vera settur á mælendaskrá hafa fjórir ef ekki fimm þingmenn verið settir á skrá á undan mér.

Ég vildi nota tækifærið og fá skýringu hjá hæstv. forseta hverju þetta sætir og við hvaða grein þingskapa stuðst er þegar svo er gert.