Raforkulög

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 22:01:38 (5174)

2003-03-14 22:01:38# 128. lþ. 101.28 fundur 462. mál: #A raforkulög# (heildarlög, EES-reglur) frv. 65/2003, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 128. lþ.

[22:01]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit að það er ekki mikill tími til andsvara en mér finnst þessi síðustu orð hv. þm. með þeim hætti að ég get ekki fellt mig við að sitja undir þeim án þess að bregðast við. Það er ekki rétt sem hann er að reyna að koma á framfæri, að það sé minn vilji, sem legg fram þetta frv. og ber ábyrgð á því, að níðast á landsbyggðinni. Það er ekki rétt. Það verður séð til þess, því skal ég lofa, að það gangi ekki eftir sem hv. þm. talaði um í ræðu sinni.