Framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla

Föstudaginn 14. mars 2003, kl. 23:24:54 (5182)

2003-03-14 23:24:54# 128. lþ. 102.26 fundur 171. mál: #A framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla# þál. 34/128, Frsm. ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 128. lþ.

[23:24]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. félmn. um till. til þál. um framkvæmdaáætlun um aðgengi fyrir alla.

Tillagan felur í sér að skipaður verði starfshópur með fulltrúum ráðuneytis félagsmála, menntamála, umhverfismála, heilbrigðis- og tryggingamála, dómsmála, samgöngumála og fjármála og fulltrúum frá hagsmunasamtökum fatlaðra til að semja framkvæmdaáætlun sem hafi að markmiði að tryggja aðgengi fyrir alla með hliðsjón af meginreglum Sameinuðu þjóðanna um þátttöku fatlaðra til jafns við aðra. Jafnframt geri starfshópurinn kostnaðaráætlun um verkefnið. Lagt er til að starfshópurinn leggi fram tillögur sínar fyrir 1. október 2003 og fulltrúi félagsmálaráðuneytisins verði formaður hans.

Nefndin tekur undir markmið tillögunnar því að þótt ýmislegt hafi áunnist hér á landi í réttindamálum fatlaðra á undanförnum árum og áratugum má sjá að enn er mikið verk óunnið og því leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Guðrún Ögmundsdóttir og Kristján Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins og undir nál. rita hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður og framsögumaður, Pétur H. Blöndal, Magnús Stefánsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Drífa Hjartardóttir og Jónína Bjartmarz.