Kosning forseta

Þriðjudaginn 01. október 2002, kl. 14:21:00 (3)

2002-10-01 14:21:00# 128. lþ. 0.2 fundur 2#B kosning forseta#, Aldursforseti PP
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 128. lþ.

[14:21]

Aldursforseti (Páll Pétursson):

Nú fer fram kosning forseta Alþingis. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þingskapa eru þeir einir í kjöri sem tilnefndir eru og ekki hreyfa andmælum við því.

Mér hefur borist ein tilnefning, um 1. þm. Norðurl. e., Halldór Blöndal.

Aðrar tilnefningar hafa ekki borist. Halldór Blöndal er því einn í kjöri.

Þar sem aðeins einn er í kjöri fer kosningin fram með atkvæðagreiðslukerfinu eins og á undangengnum þingum. Þeir sem kjósa Halldór Blöndal ýti á já-hnappinn en þeir sem vilja skila auðu ýti á hnappinn sem merktur er: greiðir ekki atkvæði. Á töflu á veggjum koma aðeins gul ljós því atkvæðagreiðslan er leynileg. Ég vek sérstaklega athygli á því að á borðum þingmanna kviknar gult ljós við miðhnappinn þegar atkvæði hefur verið greitt frá borði, sama á hvaða hnapp er ýtt.