Matvælaverð á Íslandi

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 11:32:07 (47)

2002-10-03 11:32:07# 128. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[11:32]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég hafi ekki misskilið hv. þingmann. Ég benti einungis á að þær tölur sem nefndar eru hér í framsögu benda til þess hvar meginvandinn liggur. Þegar menn slá fram frösum eða klisjum eins og ,,Evrópuverð á vöru`` verð ég að benda á að það er náttúrlega furðulegt að við skulum ekki njóta Evrópuverðs, sem menn eru að kalla eftir, á þeim vöruflokkum sem eru á heimsmarkaðsverði og fluttir inn til landsins. Sennilega eru fáar þjóðir í Evrópu sem t.d. flytja hlutfallslega eins mikið inn af landbúnaðarvörum og Íslendingar og ættu þá að geta gert það á heimsmarkaðsverði. Af hverju eru þessar vörur ekki verðlagðar niður úr öllu valdi og komnar niður í kannski Miðjarðarhafsverð sunnan til, og verðið þá lægra en þetta rómaða Evrópuverð sem samfylkingarmenn tala mikið um?