Athugasemd um ummæli þingmanns

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 12:06:59 (65)

2002-10-03 12:06:59# 128. lþ. 3.98 fundur 137#B athugasemd um ummæli þingmanns#, JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[12:06]

Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekkert að þrætast á við hæstv. forseta um það að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki sýnt háttvísi. Ég ætla hins vegar að segja að ég hélt því aldrei fram að framkvæmdastjóri Sjálfstfl. væri í einkavæðingarnefnd, ég nefndi það ekki. Um það snerist málið ekki. Ég nefndi einungis þann hlut sem hann á í ákvörðunum um hvernig farið er með eigur Landsbankans og að hann á hlut í Landsbankanum, og einnig það að auðvitað er hann einn af helstu ráðgjöfum Sjálfstfl. og forsrh. í málinu. Þetta talaði ég um. Ég þarf engu við það að bæta.

(Forseti (HBl): Ég hafði áður áminnt hv. þm. um að segja hæstv. forsrh. Að öðru leyti er ekki annað um það að segja en að ummæli hv. þm. verða prentuð í þingtíðindum og þar getur hver sem er gengið úr skugga um það sem sagt hefur verið.)